Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1635418282.35

    Mælingar og greiningar
    MÆLG3MÆ05(A)
    2
    afkastamælingar, hreyfigreiningar, þjálfun
    einkaþjálfun, greiningar, mælingar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    A
    Í þessum áfanga er fjallað um ýmsar líkamsgerðarmælingar s.s. hæðar-, þyngdar- og ummálsmælingar sem og mat á líkamssamsetningu. Einnig er farið í greiningar á líkamsstöðu og hreyfigetu liða. Farið verður í mikilvægi áreiðanleika og gildi mælinga og hvernig ytri og innri þættir viðfangsefnisins hafa áhrif á niðurstöður. Kenndar eru helstu þol-, liðleika, og styrktarmælingar sem notaðar eru á starfsvettvangi einka- og styrktarþjálfara. Farið er í framkvæmd heilsufarsmats m.t.t. heilsufarssögu og félagssögu. Einnig er farið í notkun ýmissa mælitækja s.s. húðfellingatanga, rafviðnámsmæla, blóðþrýstingsmæla og ummálsmæla.
    Vöðva- og hreyfifræði (VOHR2VF05_2 og VOHR2VF10_2)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtökunum "gildi" (validity) og "áreiðanleika" (reliability) mælinga og greininga.
    • Tilgangi mælinga og greininga.
    • Þeim ytri og innri þáttum sem geta haft áhrif á niðurstöður mælinga og greininga.
    • Helstu mælingum og greiningum sem framkvæmdar eru á starfsvettvangi einka- og styrktarþjálfara og viðeigandi tækjabúnaði.
    • Réttri líkamsstöðu og eðlilegri hreyfigetu liða.
    • Helstu aðferðum við þol-, liðleika og styrktarmælingar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skrá niðurstöður mælinga og greininga.
    • Framkvæma þær mælingar og greiningar, af nákvæmni og áreiðanleika, sem einka- og styrktarþjálfarar nota til að meta líkamsástand skjólstæðinga sinna.
    • Draga saman niðurstöður mælinga og greininga og miðla til skjólstæðinga sinna.
    • Nota viðeigandi tækjabúnað til mælinga og greininga.
    • Framkvæma heilsufarsmat.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Rökstyðja hvaða mælingar og greiningar skal nota hverju sinni samkvæmt niðurstöðum heilsufarsmats og markmiðum hvers skjólstæðings.
    • Gera sér grein fyrir mikilvægi mælinga og greininga við gerð þjálfunaráætlana.
    • Tengja niðurstöður greininga og mælinga við gerð þjálfunaráætlana.
    • Sýna nærgætni og skilning við framkvæmd og miðlun á niðurstöðum mælinga og greininga.
    • Afla sér nýjustu upplýsinga um mælingar og greiningar.
    Gæta þarf að námsmatið meti þá þekkingu, leikni og hæfni sem skilgreind er í öllum viðmiðum áfangans. Lágmarkseinkunn er 7.