Í þessum áfanga er fjallað um ýmsar líkamsgerðarmælingar s.s. hæðar-, þyngdar- og ummálsmælingar sem og mat á líkamssamsetningu. Einnig er farið í greiningar á líkamsstöðu og hreyfigetu liða.
Farið verður í mikilvægi áreiðanleika og gildi mælinga og hvernig ytri og innri þættir viðfangsefnisins hafa áhrif á niðurstöður.
Kenndar eru helstu þol-, liðleika, og styrktarmælingar sem notaðar eru á starfsvettvangi einka- og styrktarþjálfara.
Farið er í framkvæmd heilsufarsmats m.t.t. heilsufarssögu og félagssögu. Einnig er farið í notkun ýmissa mælitækja s.s. húðfellingatanga, rafviðnámsmæla, blóðþrýstingsmæla og ummálsmæla.
Vöðva- og hreyfifræði (VOHR2VF05_2 og VOHR2VF10_2)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökunum "gildi" (validity) og "áreiðanleika" (reliability) mælinga og greininga.
Tilgangi mælinga og greininga.
Þeim ytri og innri þáttum sem geta haft áhrif á niðurstöður mælinga og greininga.
Helstu mælingum og greiningum sem framkvæmdar eru á starfsvettvangi einka- og styrktarþjálfara og viðeigandi tækjabúnaði.
Réttri líkamsstöðu og eðlilegri hreyfigetu liða.
Helstu aðferðum við þol-, liðleika og styrktarmælingar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skrá niðurstöður mælinga og greininga.
Framkvæma þær mælingar og greiningar, af nákvæmni og áreiðanleika, sem einka- og styrktarþjálfarar nota til að meta líkamsástand skjólstæðinga sinna.
Draga saman niðurstöður mælinga og greininga og miðla til skjólstæðinga sinna.
Nota viðeigandi tækjabúnað til mælinga og greininga.
Framkvæma heilsufarsmat.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Rökstyðja hvaða mælingar og greiningar skal nota hverju sinni samkvæmt niðurstöðum heilsufarsmats og markmiðum hvers skjólstæðings.
Gera sér grein fyrir mikilvægi mælinga og greininga við gerð þjálfunaráætlana.
Tengja niðurstöður greininga og mælinga við gerð þjálfunaráætlana.
Sýna nærgætni og skilning við framkvæmd og miðlun á niðurstöðum mælinga og greininga.
Afla sér nýjustu upplýsinga um mælingar og greiningar.
Gæta þarf að námsmatið meti þá þekkingu, leikni og hæfni sem skilgreind er í öllum viðmiðum áfangans.
Lágmarkseinkunn er 7.