Í áfanganum spila nemendur tölvuleiki sér til ánægju og yndisauka. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mismunandi tegundum tölvuleikja
Tölvuleikjum sem gagnvirkum miðli, frásagnarformi, listformi og afþreyingu
Tölvuleikjaspilun og notendaviðmótum sem gerir honum kleift að tileinka sér spilun ólíkra leikja og aukið tölvuleikjalæsi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Spila tölvuleiki sér til gagns og gamans
Skilja ólík notendaviðmót
Skilja áhrif spilarans á framvindu leiksins
Vinna með gögn sem efla tölvufærni hans og tölvuleikjalæsi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Átta sig á sérstöðu tölvuleikja og möguleikum þeirra
Að geta fjallað um tölvuleiki á gagnrýnin hátt og í fjölbreytilegu samhengi
Tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um tölvuleiki
Nýta ný hugtök og orðaforða sem tengjast tölvuleikjum í ræðu og riti
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.