Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1635958300.39

    Hópastjórnun og leiðsögn
    HÓPA2GR03
    1
    Hópastjórnun
    hópastjórnun, leiðsögn, leiðtogastílar, mannleg samskipti
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Í áfanganum þjálfast nemendur í að undirbúa og skipuleggja óbyggða- og afþreyingarferðir sem hópstjórar. Nemendur kynnast hópastjórnun og leiðsögn þar sem áhersla er lögð á leiðtogahæfni nemenda. Farið er yfir mismunandi leiðtogastíla, mannleg samskipti og ábyrgð leiðsögumanna. Farið verður yfir atriði sem varða almennan undirbúning leiðsögumanna s.s. leiðtogahæfni og hópastjórnun, ferðatilhögun og leiðarval, viðbragðsáætlanir og viðeigandi útbúnað ásamt því að meta hættur og stýra þeim.
    GÖNG1GR05, SKIF1GR02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum varðandi undirbúning og skipulag fjölbreyttra óbyggða- og afþreyingarferða sem hópstjóri
    • aðhlynningu í lengri ferðum
    • helsta öryggisbúnaði og ábyrgð hópstjóra í útivistarferðum
    • mikilvægi uppbyggilegra samskipta
    • mikilvægi þess að ganga vel um landið
    • mismunandi aðstæðum í óbyggðum og fjalllendi og viðbrögðum við þeim
    • ábyrgð hópstjóra í rötun og leiðarvali í fjalllendi
    • mikilvægi undirbúnings leiðsagnar og hvernig má afla upplýsinga um staðhætti og náttúru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning fjölbreyttra óbyggða- og afþreyingarferða sem hópstjóri og nota búnað í samræmi við aðstæður
    • huga vel að sjálfum sér og öðrum í styttri og lengri óbyggðaferðum
    • meta og nýta sér aðstæður úti í íslenskri náttúru og meta veðurútlit
    • meta eigin styrkleika og takmarkanir sem hópstjóri
    • meta áhættu og stýra þeirri hættu
    • stuðla að uppbyggilegum mannlegum samskiptum
    • stjórna hópum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja og fara fyrir hópi styttri og lengri óbyggða- og afþreyingarferða
    • geta tekið ákvarðanir miðað við líkamsástand, staðhætti og aðstæður hópsins
    • velja og nota viðeigandi búnað á hverjum stað
    • miðla fróðleik um náttúru landsins sem fyrir augu ber á ferðalagi
    • meta aðstæður í íslenskri náttúru á raunhæfan hátt og velja verkefni við hæfi hópsins
    • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
    • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.