Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1635958979.09

    Jöklaferð - grunnur
    JÖKL2GR03
    1
    Jöklaferðir
    broddafærni, jöklaferð, sig, ísklifur
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Námið er vettvangsnám þar sem farið er í ferðir úti í náttúrunni þar sem tekist er á við raunaðstæður. Áhersla er lögð á nemandann sjálfan, hans þekkingu, leikni og hæfni. Einnig er áhersla á leiðsögn þar sem nemandinn þjálfast í að aðstoða við leiðsögn með reyndum leiðsögumönnum. Megináherslan er á ferðalög á skriðjöklum. Nemandi þjálfast í að undirbúa slíkar ferðir og takast á við krefjandi aðstæður. Hann þjálfast í að velja leiðir til fjalla og á jöklum og hafa yfirsýn og þekkingu á þeim búnaði sem þarf við ísklifur, jöklagöngur, sprungubjörgun og almennar jöklaferðir. Nemandi kynnist því hvað ber að hafa í huga við ótryggar aðstæður í vetrarfæri á jökli og lesa í veðrabrigði.
    GÖNG1GR05, KLIF2GR04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum varðandi skipulag jöklaferða
    • fjölbreyttum möguleikum á að stunda útivist
    • nauðsynlegum öryggisbúnaði
    • eigin styrkleikum og takmörkunum
    • mismunandi aðstæðum
    • ísklifri, leiðarvali á jökli, áhættumati og stjórnun, ásamt sprungubjörgun
    • viðeigandi búnaði í ferðum á skriðjöklum
    • mikilvægi hópstjórnunar
    • hagnýtri veðurfræði og náttúrufræði
    • skipulagi jöklaferða og þeim útbúnaði sem þarf til þeirra
    • verndun náttúrunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning jöklaferða
    • meta eigin styrkleika og takmarkanir
    • stunda ísklifur í ofanvaði af öryggi og að velja ísklifurveggi við hæfi
    • nota réttan búnað á skriðjökli og ganga vel um hann
    • ferðast á skriðjöklum
    • finna heppilegt samstarfsfólk og tengiliði við skipulag og undirbúning ferða
    • nýta sér aðstæður í náttúrunni og meta veðurútlit
    • rata og velja leiðir í fjalllendi og á jökli, meta áhættu og stýra þeirri hættu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
    • hagnýta sér búnað sem þarf til að ferðast í brattlendi
    • ferðast örugglega á skriðjöklum
    • stunda ísklifur við hæfi
    • taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
    • hagnýta sér það sem sjá má af veðurspám og útliti
    • miðla fróðleik um náttúru landsins sem fyrir augu ber á ferðalagi
    • rata og velja öruggustu leiðina í fjalllendi og á jökli
    • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
    • taka saman í lok ferðar mat á hvernig til tókst og geta dregið lærdóm af því
    • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.