Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1636022685.95

  Klettaklifur - val
  KLIF2VA02
  1
  Klifur
  fjölspanna klifur, klettaklifur, klifurbúnaður, klifurtækni, leiðsluklifur
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Námið er vettvangsnám þar sem farið er í ferðir úti í náttúrunni þar sem tekist er á við raunaðstæður. Megináherslan er klettaklifur. Farið er yfir frekari klettaklifurtækni, leiðsluklifur og fjölspannaklifur. Skoðaðar eru mismunandi aðferðir við að tryggja og áhersla lögð á öryggi í klifri. Lögð er áhersla á að nemandi verði sjálfstæður og þjálfist í að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi öruggt leiðarval og öðlist yfirsýn og þekkingu á þeim búnaði sem þarf í klettaklifri. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunn í klettaklifri og línuvinnu.
  KLIF2GR04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nauðsynlegum öryggisbúnaði í klettaklifri
  • eigin styrkleikum og takmörkunum
  • notkun sérhæfðs búnaðar í klettaklifri
  • klettaklifri, einnar spannar, fjölspanna og grjótglímu og mismunandi aðferðum sem þar er beitt
  • mismunandi klifurgráðum og framsetningu þeirra
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning klifurferða
  • velja klifurleið við hæfi og meta hvaða búnað þarf
  • klifra klettaklifurleiðir
  • meta eigin styrkleika og takmarkanir í klettaklifri
  • finna heppilega tengiliði við skipulag og undirbúning ferða
  • kynna sér klifurleiðir út frá klifurleiðarvísum (e. topo)
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður í klettaklifri
  • velja og nota viðeigandi búnað á hverjum stað
  • taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
  • geta stundað klettaklifur af öryggi
  • velja klettaklifurverkefni við hæfi
  • leggja mat á hættur í klettaklifri og stýra mögulegum áhættuþáttum
  • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.