Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1636035327.94

  Skipulag ferða
  SKIF1GR02
  1
  Skipulag ferða
  búnaður, skipulag ferða, útivistarbúnaður
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Í áfanganum þjálfast nemendur í að undirbúa og skipuleggja óbyggða- og afþreyingarferðir. Áherslan er lögð á nemandann sjálfan, þekkingu hans, leikni og hæfni varðandi útivist jafnt á láglendi sem og á fjöllum. Nemendur læra að þekkja eigin styrkleika og veikleika. Farið verður yfir atriði sem varða almennan undirbúning ferða s.s. ferðatilhögun og leiðarval, viðbragðsáætlanir og viðeigandi útbúnað.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnþáttum varðandi undirbúning og skipulag fjölbreyttra óbyggða- og afþreyingarferða
  • nauðsynlegum, almennum útivistarbúnaði fyrir óbyggða- og tjaldferðir
  • helsta öryggisbúnaði fyrir útivistarferðir
  • eigin styrkleikum og takmörkunum í mismunandi aðstæðum
  • tækifærum til fjölbreyttrar fjallamennsku og hollrar útivistar í nærumhverfi sínu
  • mikilvægi þess að ganga vel um landið
  • gerð og uppsetningu leiðarkorta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipuleggja og undirbúa fjölbreyttar óbyggða- og fjallaferðir og nota búnað í samræmi við aðstæður
  • huga vel að sjálfum sér í styttri og lengri óbyggðaferðum
  • meta og nýta sér aðstæður úti í íslenskri náttúru og meta veðurútlit
  • meta áhættu á mismunandi ferðum og stýra þeirri áhættu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja styttri og lengri óbyggða- og afþreyingarferðir
  • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
  • velja og nota viðeigandi búnað á hverjum stað
  • nota öryggisbúnað á viðeigandi hátt
  • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
  • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.