Námið er vettvangsnám þar sem farið er í ferðir úti í náttúrunni og tekist á við raunaðstæður. Megináherslan er lögð á grunnhugtök snjóflóðafræða og vetrarferðir í fjalllendi. Nemandi þjálfast í að undirbúa og takast á við krefjandi aðstæður að vetrarlagi í snjó með tilliti til öryggis, ásamt því að meta aðstæður út frá snjóalögum og veðurskilyrðum. Nemandi fær sýn á það hvað skiptir máli við snjóflóðamat og kynnist notkun nauðsynlegs öryggisbúnaðar. Að auki læra nemendur grunnatriði skíðatækni, bæði innan og utan brauta og fá tækifæri til þess að æfa færni sína með persónulegri endurgjöf frá reyndum skíðakennurum.
GÖNG1GR05, SKIF1GR02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum snjóflóðafræða
notkun öryggis- og snjóflóðabúnaðar
snjóflóðaviðbragði og félagabjörgun
mismunandi aðstæðum í snæviþöktu fjalllendi
grunnskíðatækni og skíðabúnaði
eigin styrkleikum og takmörkunum í vetraraðstæðum
skíðatækni innan og utan brauta
leiðarvali og hópastjórnun í vetraraðstæðum
veðurspám og veðurskilyrðum að vetri til
skipulagi fjallaferða að vetri til m.t.t. veðurfars og snjóalaga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja auðveldar ferðir að vetri til m.t.t. aðstæðna
lesa og nýta sér snjóflóðaspár
meta aðstæður í vetrarumhverfi á staðnum m.t.t. veðurs og snjóalag
bregðast við snjóflóðum á viðeigandi hátt og að nýta snjóflóðabúnað
þekkja til mismunandi skíðabúnaðar
skíða innanbrautar og þekkja helstu tækniatriði til áframhaldandi skíðunar
rata og velja leiðir í snæviþöktu fjalllendi, meta áhættu og taka ákvarðanir í takt við það
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ferðast af öryggi og meta aðstæður í snæviþöktu umhverfi
geta tekið ákvarðanir miðað við eigin getu og aðstæður
velja skíðabúnað við hæfi út frá getu og notkun
nota viðeigandi snjóflóðabúnað og bregðast rétt við snjóflóði
útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir styttri vetrarferðir
taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
nýta sér veður- og snjóflóðaspár til að skipuleggja ferðir
leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.