Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1636038780.89

  Fjallaskíði - grunnur
  SKÍÐ2GR02
  1
  Fjallaskíði
  fjallaskíðabúnaður, leiðarval, rennsli utan brauta, uppgöngutækni
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Námið er vettvangsnám og grunnáfangi í fjallaskíðum. Megináherslan er á fjallaskíði og snjóbretti (e. splitboard). Farið er yfir undirstöðuatriðin í fjallaskíðamennsku, skíðatækni utan brautar og notkun öryggisbúnaðar. Nemandi þjálfast í að undirbúa og takast á við aðstæður að vetrarlagi og meta öryggi út frá snjóalögum og veðurskilyrðum til að lágmarka áhættu. Áhersla er lögð á notkun snjóflóðabúnaðar og mikilvægi hans.
  SNJÓ2GR03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðuatriðum fjallaskíðamennsku
  • fjallaskíðabúnaði og viðeigandi öryggis- og snjóflóðabúnaði
  • mismunandi aðstæðum í snæviþöktu fjalllendi og leiðarvali
  • skíðatækni utan brauta
  • fjallaskíðatækni við uppgöngu og leiðarval
  • veður- og snjóflóðaspá
  • snjó, snjóalögum og snjóflóðahættu
  • snjóflóðabjörgun
  • undirbúningi, upplýsingaöflun og skipulagi fjallaskíðaferða
  • eigin styrkleikum og takmörkunum í fjallendi að vetrarlagi
  • hópum og mannlegum þáttum í fjallaskíðaferðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla eigin fjallaskíða- og snjóflóðabúnað
  • meta aðstæður og snjóflóðahættu með tillit til veðurs og snjóalaga
  • skíða utan brauta og í breytilegum snjó
  • vera þátttakandi í snjóflóðabjörgun
  • bregðast við snjóflóðum
  • afla sér viðeigandi upplýsinga og finna tengiliði
  • forðast rauð flögg í landslagi, leiðarvali og ákvörðunum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda fjallaskíðamennsku á grundvelli eigin þekkingar og getu
  • velja fjallaskíðabúnað við hæfi og nota hann á viðeigandi hátt
  • bregðast við snjóflóði og nota snjóflóðabúnað á viðeigandi hátt
  • skoða veður- og snjóflóðaspár og meta snjóalög og landslag
  • beita mismunandi skíðatækni í ólíkum aðstæðum utan brauta
  • geta metið og greint á milli öruggra og óöruggra aðstæðna
  • útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir styttri fjallaskíðaferðir
  • hafa samskipti og taka ákvarðanir í hóp
  Símat yfir ferð áfangans með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á hæfni og virkni nemenda. Námsmappa í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.