Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1636543215.87

    Þjálfarinn og starfsumhverfið
    ESÞJ3VL05
    3
    Einka- og styrktarþjálfun A
    Vinnuaðstæður og lokaverkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er fjallað um þætti einka- og styrktarþjálfarastarfsins sem snúa að samskiptum við skjólstæðinga, starfsvettvangi, og ímynd þjálfara. Starfsumhverfi einka- og styrktarþjálfara er kynnt fyrir nemendum þannig að þeir geri sér grein fyrir ólíkum áherslum innan þess. Farið er yfir viðeigandi framkomu einka- og styrktarþjálfara við skjólstæðinga sem og siðareglur þjálfara. Megin hluti áfangans er vettvangsnám þar sem nemendur þjálfa skjólstæðinga undir leiðsögn kennara. Nemendur öðlast því verklega færni í sjálfstæðum og faglegum vinnubrögðum við þjálfun og ráðleggingum til skjólstæðinga. Áætlaður tímafjöldi í vettvangsnámi er 75 klst.
    Vöðva- og hreyfifræði (VOHR2VF05_2 og VOHR3VF10_2), Sálfræði (SÁLF3ÍÆ05_20)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Vinnuaðstæðum á heilsuræktarstöðvum og fjölbreyttu starfsumhverfi þjálfara.
    • Störfum einka- og styrktarþjálfara og mikilvægi menntunar og framþróunnar innan greinarinnar.
    • Vinnuvernd og mikilvægi öryggisferla á vinnustað.
    • Mikilvægi þess að gæta þagmælsku, sýna ábyrgð og traust í samskiptum við skjólstæðinga.
    • Siðareglum einka- og styrktarþjálfara.
    • Hvað einkennir fyrirmyndar framkomu einka- og styrktarþjálfara.
    • Viðeigandi samskiptareglum, líkamstjáningu og staðsetningu þjálfara m.t.t. skjólstæðings.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tjá sig og útskýra þekkingu sína fyrir skjólstæðingum.
    • Skipuleggja vinnu sína.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta hvenær þörf er á að vísa skjólstæðingum til læknis.
    • Rökstyðja leiðbeiningar fyrir skjólstæðinga.
    • Sýna skjólstæðingum skilning, aðgát og nærgætni.
    • Starfa sjálfstætt og leggja mat á eigið vinnuframlag.
    • Leggja mat á eigin líðan í starfi.
    • Stýra þjálfun einstaklinga.
    Gæta þarf að námsmatið meti þá þekkingu, leikni og hæfni sem skilgreind er i öllum viðmiðum áfangans. Lágmarkseinkunn er 7.