Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1636550073.77

    Tölvuskráning og upplýsingaleit
    TUPP2AT04
    2
    Tölvuskráning og upplýsingaleit
    apóteksforrit, taxering, upplýsingaöflun
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum er farið yfir hvernig skráning lyfseðla fer fram og eru helstu tölvuforrit sem notuð eru í apótekum kynnt. Farið er yfir verkferli tölvuskráningar og lögð áhersla á að skráning upplýsinga sé samkvæmt reglugerð. Fjallað er um úrvinnslu og utanumhald tölvuskráðra lyfseðla og rafrænna sendinga til og frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Kynnt er hvaða upplýsingar fara á milli SÍ og apóteka og helstu vinnuferla við úrvinnslu þessara upplýsinga. Farið er í verðlagningu lyfja og útreikninga á verði samkvæmt sérstökum sjúklingahópum og sértækum réttindum. Einnig er fjallað um hvernig afgreiðsla á hjálpatækjum fer fram. Lyfjaskömmtun er kynnt og farið er yfir útfyllingu skömmtunarsamnings og þar til gerðra skömmtunarkorta.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ferli lyfseðla
    • reglugerðum um ávísun lyfja og skráningu lyfseðla
    • meðferð og frágangi gagna og mikilvægi þess að sýna nákvæmni við meðhöndlun þeirra
    • samskiptum apóteka við SÍ
    • greiðslukerfi SÍ og reglum um útgáfu lyfjaskírteina
    • hvernig afgreiðsla hjálpartækja fer fram
    • ferli lyfjaskömmtunar
    • rafrænum sendingum vegna lyfseðla frá apóteki til Tryggingastofnunar (TR), hvað í þeim felst og hvernig lesið er úr svörum frá TR
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita upplýsinga á netinu
    • skrá lyfseðla með nákvæmum hætti og samkvæmt reglugerðum í tölvukerfi apóteka
    • meðhöndla og sjá um frágang frumgagna
    • veita upplýsingar um greiðslukerfi SÍ og hvaða skilyrði sjúklingur þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á lyfjaskírteini
    • afgreiða hjálpartæki og veita upplýsingar um réttindi sjúklinga
    • fylgja eftir ferli lyfjaskömmtunar fyrir hönd sjúklinga
    • geta reiknað út sjúklingahlut miðað við réttindi sjúklings
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa úr þeim gögnum sem tölvukerfin halda utan um svo sem sendingar til og frá SÍ
    • bera ábyrgð á samskiptum apóteksins við SÍ vegna greiðslu lyfseðla
    • veita almennar upplýsingar til sjúklinga og nýta til þess heimasíður SÍ, Lyfjastofnunar, Lyfjagreiðslunefndar, lyfjaheildsala og sérlyfjaskrá
    Áfanginn er símatsáfangi. Verkefnavinna og hlutapróf.