Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1637141062.15

  Hagnýt næringarfræði
  NÆRI1GR05
  9
  næringarfræði
  grunnáfangi í næringarfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er fjallað um hagnýta næringarfræði daglegs lífs þar sem nemendur rýna m.a. í hollustu, máltíðaskipulag, merkingar matvæla og innihaldslýsingar, eldamennsku, upplýsingalæsi og ýmsar mýtur/tískubólur um mataræði. Farið er yfir grunnþekkingu á næringarefnunum og fjallað um almennar ráðleggingar um mataræði. Nemendur fá þjálfun í að velja hollari valkosti og að gera uppskriftir hollari. Einnig er fjallað um heilsu og holdafar, næringu og íþróttir, tengsl næringar við líkamlega og andlega heilsu ásamt fræðslu um svefn o.fl. heilsufarstengda þætti. Í áfanganum rýna nemendur því í eigið mataræði og aðrar heilsuvenjur og setja sér markmið með það fyrir augum að bæta fæðuvenjur sínar, lífsstíl og eigin heilsu.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallaratriðum næringarfræðinnar, einkum varðandi orkuefnin og helstu næringarefnin
  • ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og næringarefni
  • orkubúskap líkamans og tengslum heilsu og holdafars
  • helstu ráðleggingum um næringu í tengslum við íþróttir/hreyfingu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja fæðu í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis
  • lesa á matvælaumbúðir og meta upplýsingar á merkingum matvæla
  • velja hollari valkostinn þegar kemur að næringu og að gera uppskriftir hollari
  • skrá og fylgjast með mataræði sínu og setja sér raunhæf markmið þar að lútandi
  • framkvæma einfalda næringarútreikninga
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bæta mataræði sitt og huga þannig betur að eigin heilsu
  • meta þær upplýsingar um næringu og heilsu sem eru á markaðnum í dag á gagnrýninn hátt og afla sér áreiðanlegra upplýsinga
  • átta sig á gildi næringar fyrir almennt heilsufar og holdafar
  • mynda sér rökstuddar skoðanir á mikilvægi hollrar næringar
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá