Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1637141116.63

    Næring, sjúkdóma og æviskeiðin
    NÆRI2NH05
    18
    næringarfræði
    mataræði og heilsa, næring
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er einkum fjallað um næringu mismunandi hópa og tengsl næringar við sjúkdóma og forvarnir. Farið er yfir næringarþarfir í gegnum æviskeiðið; næringu á meðgöngu og við brjóstagjöf, næringu ungbarna, barna og unglinga, fullorðinna og aldraðra. Einnig er fjallað um næringu grænmetisæta/vegan, ýmsa kúra og íþróttanæringarfræði. Fjallað er um næringu og sjúkdóma, s.s. offitu, átröskun, fæðuofnæmi og -óþol, beinþynningu, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, nýrnasjúkdóma og meltingarfærasjúkdóma. Í áfanganum fá nemendur góða þekkingu á næringarefnunum og farið er yfir meltingu orkuefnanna. Skoðað er hvernig hægt er að rannsaka mataræði þar sem nemendur kynnast mismunandi rannsóknaraðferðum. Einnig fá nemendur þjálfun í að gefa einfaldar ráðleggingar um mataræði og setja upp matarplön.
    NÆRI1GR05 eða LÍFV1GN05 eða LÍFF2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi sviðum næringarfræðinnar
    • grundvallaratriðum næringarfræðinnar er varða orkuefnin og orkubúskap líkamans
    • meltingu matar, þ.e. niðurbroti og frásogi orkuefnanna í mannslíkamanum
    • helstu næringarefnunum; virkni þeirra, fæðugjafa, skorts- og eitrunareinkennum
    • helstu rannsóknaraðferðum næringarfræðinnar
    • ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og næringarefni
    • næringarþörfum á ýmsum æviskeiðum; næringu á meðgöngu og við brjóstagjöf, næringu ungbarna, barna og unglinga, fullorðinna og aldraðra
    • ráðleggingum um næringu í tengslum við íþróttir
    • mikilvægi hollrar næringar sem forvörn gegn sjúkdómum
    • næringarþörfum við helstu sjúkdóma; offitu, átröskun, fæðuofnæmi og -óþol, beinþynningu, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, nýrnasjúkdóma og meltingarfærasjúkdóma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja fæðu í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis
    • gefa ólíkum hópum einfaldar ráðleggingar um mataræði og vinna með sjúklingatilvik
    • setja upp einföld matarplön fyrir fólk með ólíkar þarfir
    • vinna í hóp, koma upplýsingum á framfæri fyrir framan hóp og þjálfa sig í raunaðstæðum atvinnulífsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á gildi næringar fyrir almennt heilsufar og holdafar á lífsleiðinni
    • mynda sér rökstuddar skoðanir á mikilvægi hollrar næringar, bæði sem forvörn og við meðhöndlun sjúkdóma
    • meta þær upplýsingar um næringu og heilsu sem eru á markaðnum í dag á gagnrýninn hátt og afla sér áreiðanlegra upplýsinga
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.