Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1637146462.81

    Jöfnur og ójöfnur, hnitakerfið og fleygbogar, hornaföll, margliður og rökfræði
    STÆR2ML05
    126
    stærðfræði
    Mengi, jöfnur, lógaritmar., margliður
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið í: samlagningu algebrustærða, margföldun liðastærða, þáttun, jöfnur, veldi og rætur, logra, ójöfnur, hnitakerfið, annarsstigs jöfnur, fleygboga, fallafræði, hornaföll, margliður, mengjafræði og rökfræði.
    Hæfnieinkunn B úr grunnskóla eða STÆR2VM05 eða yfir 9 í einkunn í STÆR1RJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samlagningu algebrustærða
    • margföldun liðastærða
    • þáttun og liðun
    • jöfnum og ójöfnum
    • veldum, rótum og logrum
    • (x, y) hnitakerfinu og beinum línum
    • annars stigs jöfnum og fleygboganum
    • hornaföllum, fallafræði, margliðum, mengjafræði og rökfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota hornaföll
    • nota táknmál stærðfræðinnar
    • nota reiknivél við lausn þeirra verkefna sem tilheyra áfanganum
    • nota velda- róta- og lograreglurnar
    • beita mengjaaðgerðum
    • beita samlagningu, frádrætti og deilingu margliða
    • beita stærðfræðilegri framsetningu á verkefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota jöfnur við lausn ýmissa stærðfræðiverkefna
    • nota hornaföll
    • nota hnitakerfi
    • nota velda, róta og lógaritmareglur
    • beita skipulegum aðferðum við leit að lausn verkefna og geta útskýrt aðferðir sínar
    • fylgja röksemdafærslum og skilja þær
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá