Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1637148027.59

    Fallafræði, markgildi og afleiður
    STÆR3FA05
    120
    stærðfræði
    afleiður, ferlarannsóknir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður farið í: fallafræði, mikilvæg föll, markgildi og diffrun
    STÆR3KV05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fallafræði
    • eiginleikum vísis- og lografalla
    • markgildis- og samfelldnihugtökunum
    • diffrun/afleiðu falla
    • samsetningu falla, ferla þeirra og ýmis fallhugtök
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa vísis- og lógaritmajöfnur
    • nota skilgreiningu á afleiður til að finna afleiðu falls
    • beita reglum til þess að diffra ýmsar gerðir falla
    • beita stærðfræðilegri framsetningu
    • teikna gröf jafna
    • nota skilgreiningar til að finna markgildi af mismunandi föllum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • gera grein fyrir einkennum mismunandi falla
    • velja þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til þess að leysa verkefni og beita þeim rétt
    • skrá lausnir sínar skipuleg og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
    • geta fylgt stærðfræilegum röksemdafærslum og skilja þær
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá