Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1637228117.48

    Ferðir á eigin vegum II
    EIVE2FR05
    3
    Ferðir á eigin vegum
    eigin vegum, ferðir, jöklaferðir, óbyggðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er áherslan á sjálfstæði nemenda við að afla sér reynslu og færni í fjalla- og óbyggðaferðum. Miðað er við að nemandi fari í styttri og lengri ferðir á eigin vegum sem hann skipuleggur sjálfur. Sérstök áhersla er á að nemendur fari á skriðjökla og í styttri vetrarferðir. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi reynslu af göngu- og óbyggðaferðum.
    EIVE2GR05, JÖKL2GR03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum varðandi skipulag styttri og lengri ferða ásamt viðeigandi búnaði
    • styttri jöklaferðum og vetrarfjallaferðum og búnaði fyrir þær
    • mikilvægi upplýsingaöflunar fyrir fjallaferðir að vetrarlagi
    • aðhlynningu í styttri og lengri ferðum
    • þverun straumvatna
    • eigin styrkleikum og takmörkunum
    • mismunandi aðstæðum í óbyggðum og fjalllendi og viðbrögðum við þeim
    • mikilvægi þess að ganga vel um landið
    • rötun og leiðarvali í fjalllendi og á jöklum með kortalestri, áttavita og GPS
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning fjallaferða og ferða á jökli
    • velja sér viðfangsefni við hæfi á skriðjöklum
    • rata með hjálp áttavita og GPS
    • velja stað til að þvera straumvatn
    • meta eigin styrkleika og takmarkanir í krefjandi aðstæðum
    • takast á við mismunandi aðstæður í óbyggðum og á jökli í styttri og lengri ferðum
    • ganga vel um landið
    • velja milli mismunandi leiða sem henta hverju sinni til útivistar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir fjalla- og jöklaferðir
    • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
    • rata af öryggi um ókunnar slóðir í vetraraðstæðum
    • meta aðstæður á skriðjökli og í fjalllendi á raunhæfan hátt
    • undirbúa, fara í og ígrunda eigin ferðir á gagnrýninn hátt
    • geta valið og farið í fjalla- og jöklaferðir við hæfi út frá upplýsingaöflun og aðstæðum
    • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.