Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1637228321.18

  Klettaklifur - grunnur
  KLIF2GR04
  3
  Klifur
  klettaklifur, klifurbúnaður, línuvinna, sig, vettvangsnám
  Samþykkt af skóla
  2
  4
  Námið er vettvangsnám þar sem farið er í ferðir úti í náttúrunni þar sem tekist er á við raunaðstæður. Áherslan í áfanganum er tvíþætt. Annars vegar er áhersla á nemandann sjálfan, hans þekkingu, leikni og hæfni. Hins vegar er áhersla á meðhöndlun sérhæfðs búnaðar í klettaklifri. Kenndir eru undirstöðuþættir tengdir fjallamennsku og klettaklifri hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Megináherslan er á að dýpka skilning nemenda á almennri fjallamennsku og klettaklifri og gera hann færan í að ferðast á eigin vegum um brattlendi og í klettum af öryggi og kunnáttu. Farið er yfir undirbúning og skipulag klettaklifursferða. Klifur, sig og línuvinna eru æfð til að kynnast notkun og meðferð sérhæfðs klettaklifursbúnaðar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nauðsynlegum öryggisbúnaði í klettaklifri
  • eigin styrkleikum og takmörkunum
  • notkun sérhæfðs búnaðar í klettaklifri
  • mikilvægi þess að ganga vel um landið
  • klettaklifri, einnar spannar og grjótglímu ásamt mismunandi aðferðum sem þar er beitt
  • túlkun veðurspáa og hagnýtri veðurfræði og náttúrufræði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning ferða
  • nota algengasta búnaðinn og helstu hnúta við sig og klifur
  • velja klifurleið við hæfi og meta hvaða búnað þarf
  • klifra léttar klettaklifurleiðir
  • meta eigin styrkleika og takmarkanir
  • finna heppilega samstarfsaðila og tengiliði við skipulag og undirbúning ferða
  • skipuleggja fjallaferðir og nota búnað sem þarf í slíkar ferðir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
  • velja og nota viðeigandi búnað á hverjum stað
  • taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
  • geta stundað klettaklifur af öryggi
  • velja verkefni við hæfi
  • meta aðstæður á raunhæfan hátt
  • hagnýta sér búnað sem þarf til að ferðast í brattlendi
  • geta stundað fjölbreytta útivist á öruggan hátt og skipulagt mismunandi ferðir
  • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
  • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.