Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Mengi, hnitakerfið, hornaföll og 2´stigs jöfnur
Mengi, hnitakerfi, hornaföll, veldi og 2. stigs jöfnur
Í áfanganum verður farið í einshyrnda þríhyrninga, hornaföll, hringi, hnitakerfi, bein lína, fleygboga, veldi, mengi og 2. stigs jöfnur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- einshyrndum þríhyrningum
- horn í hring
- hornföllum í rétthyrndum þríhyrningum
- hnitakerfi og beinni línu
- veldareikningi
- mengjum
- 2. stigs jöfnum
- fleygbogum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota hornaföll
- nota táknmál stærðfræðinnar
- nota reiknivél við lausn þeirra verkefna sem tilheyra áfanganum
- nota veldareglur
- leysa 2. stigs jöfnur
- teikna beina línu og fleygboga í hnitakerfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nota jöfnur við lausn ýmissa verkefna
- nota mengjareikning
- nota hornaföll til að finna horn og hliðar í þríhyrningum
- beita skipulegum aðferðum við leit að lausn verkefna og geta útskýrt aðferðir sínar
- fylgja röksemdafærslum og skilja þær
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.