Í áfanganum er farið yfir undirstöðuatriði tölfræðinnar og talnagreiningar, svo sem normaldreifingu, t-dreifingu og kí-kvaðrat.
Einnig er farið yfir dreifigreiningu (Anova), tilgátur og tilgátuprófun.
Þá er fylgni og aðhvarfsdreifing könnuð og marktækni fylgnistuðla.
STÆR2TL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tvíliðadreifingu, normlega dreifingu og t-dreifingu við útreikning líkinda
undirstöðuatriðum úrtaksfræða m.a. aðferðir til að reikna úrtaksdreifingu og nota hana við tölfræðilegar ályktanir
geta reiknað og túlkað fylgnistuðla og kannist við undirstöðuatriði línulegrar aðhvarfsgreiningar
nokkrum aðferðum til að kanna tengsl milli breyta, m.a. að nota kí-kvaðrat próf
notkun tölfræðiforritsins SPSS og að nota töflureikni við tölfræðilega útreikninga og úrvinnslu tölulegra upplýsinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota töflur við tölfræðilega útreikninga og úrvinnslu tölulegra upplýsinga
nota tölvur við lausn tölfræðilegra verkefna og framsetningu þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilgreina lykilhugtök tölfræðinnar og nota gagnrýnin viðhorf til tölfræðilegra upplýsinga
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá