Grunnþjálfun í fjallaleiðsögn fer fram í fjölbreyttu fjallalandslagi. Farið er yfir helstu atriði fjallaleiðsagnar svo sem leiðarval, gerð leiðarkorta, rötun, snjóflóð, sprungubjörgun, uppsetning á línu til göngu, gerð neyðarskýla, fjarskipti og hópstjórnun.
Grunnþjálfunin veitir rétt til þess að starfa undir merkjum AIMG sem Fjallgönguleiðsögunemi. Fjallgönguleiðsögunemi hefur réttindi til þess að leiða hópa undir beinni leiðsögn AIMG Fjallgönguleiðsögumanns á snjóhuldum jöklum þar sem lína er eingöngu notuð til þess að varna falli í sprungu.
Nemendur sem standast kröfur AIMG - Félagi fjallaleiðsögumanna á Íslandi og fá staðfestingu á því ljúka áfanganum með fullnægjandi árangri.
EIVE3FO05, VINS3JÖ10, FYHJ3ÓB05, sjá einnig forkröfur AIMG
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gerð leiðakorta, skipulagi ferða og framkvæmd ferða
hvernig ferðast skal í fjalllendi með tilliti til snjóflóðahættu
tæknilegri línuvinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja leið við hæfni hóps, veðurs og aðstæðna í fjalllendi
nota viðeigandi búnað við sprungubjörgun í snjó
setja upp línu til göngu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leiðsegja hóp á snæviþöktum jökli undir beinni leiðsögn AIMG fjallgönguleiðsögumanns
rata í fjalllendi og á snæviþöktum jöklum
framkvæma sprungubjörgun á snæviþöktum jökli
framkvæma sjálfsbjörgun úr sprungu á snæviþöktum jökli
stjórna hóp í fjalllendi og taka ákvarðanir með öryggi að leiðarljósi
Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.