Í áfanganum er áherslan á sjálfstæði nemenda við að afla sér reynslu og færni í ís- og klettaklifri. Miðað er við að nemandi fari í styttri og lengri ferðir á eigin vegum sem hann skipuleggur sjálfur. Nemandi skal leitast við að stunda fjölbreytt klifur: innanhúss, í klettum eða á jökli eins og veður og aðstæður leyfa.
HÆFN3HF04, KLIF2VA02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vali klifurleiða við hæfi
viðeigandi öryggisbúnaði eftir viðfangsefni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hita upp fyrir klifur
teygja á fyrir og eftir klifur
þjálfa styrk og úthald fyrir klifur
beita góðri klifurtækni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stunda mismunandi gerðir klifurs sér til líkamsræktar
Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.