Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1638177005.93

  Ferðir á eigin vegum III
  EIVE3FO05
  1
  Ferðir á eigin vegum
  fjallamennska, hájöklar, rötun, skipulagning ferða
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er áhersla lögð á sjálfstæði nemenda við að afla sér reynslu og færni fyrir Fjallagönguleiðsögn 1 hjá Félagi íslenskra fjallaleiðsögumanna (AIMG). Miðað er við að nemandi fari eftir forkröfulista AIMG og skipuleggi ferðir sínar í samræmi við þær.
  HÆFN3HF04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi aðstæðum í óbyggðum og fjalllendi og viðbrögðum við þeim
  • rötun og leiðarvali í fjalllendi
  • skipulagi ferða á snæviþöktum jöklum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning fjalla- og óbyggðaferða
  • skipuleggja ferðir á snæviþöktum jöklum
  • huga vel að sjálfum sér og öðrum í ferðum
  • meta aðstæður í fjalllendi, á jöklum, bæði skriðjöklum og snæviþöktu svæðum
  • velja verkefni við hæfi miðað við persónulega færni, veður og aðstæður
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir styttri og lengri ferðir
  • fara í fjallaferðir í fjölbreyttu fjalllendi, einkum á snæviþöktum jöklum
  • rata af öryggi í fjalllendi
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.