WFR, fjallamennska, fyrsta hjálp, vettvangshjálp, óbyggðir
Samþykkt af skóla
3
5
Í áfanganum er kennd vettvangshjálp í óbyggðum, farið er yfir mat á áverkum og veikindum og viðeigandi meðferð. Einnig er áhersla lögð á forvarnir. Nemendur læra að nota sjúkrabúnað ásamt því að nota hefðbundinn útivistarbúnað sem sjúkrabúnað. Lögð er áhersla á helstu líffærakerfi líkamans og helstu ógnir sem geta steðja að þeim. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur sem standast námskeiðið ,,Wilderness First Responder” og fá staðfestingu á því ljúka áfanganum með fullnægjandi árangri.
VINS3JÖ10 og EIVE3FO05 samhliða
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
áverkum og veikindum sjúklings í óbyggðum
viðeigandi meðferð við slysum eða veikindum í óbyggðum
hvernig má koma í veg fyrir veikindi
helstu líffærakerfum og ógnum sem geta steðjað að þeim
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota sjúkrabúnað og hefðbundinn útivistarbúnað sem sjúkrabúnað
fylgja verkferlum við mat og greiningu á áverkum og veikindum
velja og nota viðeigandi flutningstæki og leiðir fyrir sjúkling
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina og meta áverka eða veikindi og hvaða meðferð skal beita
veita viðeigandi meðferð við áverkum og veikindum
koma í veg fyrir veikindi með forvörnum
nota hefðbundinn og óhefðbundinn sjúkrabúnað
Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.