Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1638265123.21

    Ísklifur
    KLIF2ÍS02
    4
    Klifur
    ísklifur, ísklifurbúnaður, ísklifurtækni, ístryggingar
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Námið er vettvangsnám þar sem lögð er stund á ísklifur. Leitast er við að klifra í ísfossum ef veður og aðstæður leyfa. Áhersla er á rétta klifurtækni, innsetningu ísskrúfa í klifri og mat á ísgæðum. Lögð er áhersla á að nemandi verði sjálfstæður og þjálfist í að taka skynsamar ákvarðanir varðandi öruggt leiðarval og öðlist yfirsýn og þekkingu á þeim búnaði sem þarf í ísklifri.
    EIVE2KF01
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gráðukerfi ísfossa og leiðavísum
    • sérhæfðum ísklifurbúnaði
    • íðorðum ísklifurs
    • þeirri áhættu sem fylgir íþróttinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ísklifra með réttri tækni
    • nota og setja inn ísskrúfur í ísklifri
    • spara orku og þekkja eigin mörk
    • meta aðstæður og áhættu ísklifurleiða
    • nýta sér hagnýta veðurfræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stunda ísklifur sér til ánægju með öryggi að leiðarljósi
    • velja sér ísklifurleiðir við hæfi
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.