Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1638268281.12

  Klettaklifur - framhald
  KLIF3FR04
  1
  Klifur
  bergtryggingar, fjölspannaklifur, leiðsluklifur
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  Námið er vettvangsnám þar sem lögð er stund á klettaklifur. Unnið er áfram með klettaklifurtækni, leiðsluklifur, fjölspannaklifur og dótaklifur. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði nemenda svo þeir hafi getu til að stunda klettaklifur á fjölbreyttan hátt sér til ánægju. Námið eykur getu nemenda til að takast á við annað nám í fjallamennsku.
  EIVE2KF01
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ferli fjölspannaklifurs
  • félagabjörgun í fjölspannaklifri
  • sérhæfðum klettaklifurbúnaði
  • leiðavísum og klifurgráðum
  • íðorðum klettaklifurs
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja sér klifurleið við hæfi
  • klifra í klettum
  • setja upp klettaklifurakkeri með bergtryggingum
  • tryggja félaga í fjölspannaklifri af öryggi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • klifra sér til ánægju í klettum með öryggi að leiðarljósi
  • takast á við óvæntar uppákomur í klifuraðstæðum
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.