Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1638271314.65

    Snjóflóð og leiðsögn
    SNJÓ3FR05
    1
    Snjóflóð
    félagabjörgun, leiðsögn, snjóflóð, snjóflóðabúnaður
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Námið er vettvangsnám þar sem megináhersla er lögð á grunnhugtök snjóflóðafræða og mikilvægi þess að fyrirbyggja það að lenda í snjóflóðum. Nemandi þjálfast í að leggja mat á snjóflóðahættu, leiðaval og undirbúning fyrir ferðalög í snæviþöktu umhverfi. Lögð er áhersla á félagabjörgun og mikilvægi þekkingar á snjóflóðabúnaði og réttri notkun hans. Ætlast er til að nemendur séu færir um að nota fjallaskíði til ferðalaga í fjalllendi.
    HÆFN3HF04, SKÍÐ2GR02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eigin styrkleikum og takmörkunum í snæviþöktu umhverfi
    • grunnhugtökum snjóflóðafræða
    • notkun öryggis- og snjóflóðabúnaðar
    • mikilvægi leiðarvals og hópstjórnunar
    • veður og snjóflóðaspám og mikilvægi upplýsingasöfnunar
    • skipulagi ferða í snæviþöktu umhverfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja ferðir í snæviþöktu umhverfi m.t.t. veðurfars og snjólaga
    • lesa og nýta snjóflóðaspár og snjóathuganir
    • lesa landslagið, meta stöðugleika snjóalaga og velja leiðir við hæfi
    • nota snjóflóðabúnað
    • framkvæma félagabjörgun úr snjóflóðum
    • miðla viðeigandi upplýsingum til samferðafólks
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • forðast það að lenda í snjóflóðum
    • meta aðstæður í snæviþöktu fjalllendi
    • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
    • útbúa raunhæfar ferðaáætlanir í snæviþöktu umhverfi
    • framkvæma félagabjörgun af öryggi
    • fara fyrir hóp í snæviþöktu fjalllendi
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.