Í þessum áfanga verður farið í grunnaatriði þjálfunarlífeðlisfræðinnar s.s. notkun orkuefna og starfsemi beinagrindavöðva. Einnig er farið í aðlaganir líkamans við þjálfunaráreiti og stjórnun á líkamshita við æfingar. Nemendur læra einnig að meta orkunotkun við hreyfingu og læra um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna.
Farið verður í stjórnun öndunar- og blóðrásarkerfis við hreyfingu. Uppbygging og starfsemi hjartans verður tekin fyrir og hjartalínurit kynnt fyrir nemendum.
Líffæra og lífeðlisfræði (LIOL2BV05_14 og LIOL2IL05_11)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvaða áhrif regluleg þjálfun hefur á hjarta- og æðakerfið.
Samspili orkuflutnings, orkumyndunar og orkunotkunar líkamans.
Orkuefnasambandinu ATP, uppbyggingu þess og hvaða hlutverki það gegnir.
Hitastýringu og samvægi líkamans.
Starfsemi beinagrindarvöðva.
Loftfirrtri og loftháðri orkumyndun.
Hvernig mælingar á þreki fara fram og hvernig niðurstöðum er lýst.
Uppbyggingu og starfsemi hjartavöðvans.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Miðla þekkingu sinni á áhrifum þjálfunar til skjólstæðinga sinna.
Reikna út stærðir sem fylgja þjálffræði s.s. súrefnisupptöku.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta útskýrt viðbrögð hjarta- og æðakerfis við auknu álagi.
Gera sér grein fyrir samspili orkuefna við orkumyndun við mismunandi álag.
Nýta þekkingu sína í þjálffræði til að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilbrigðan lífsstíl.
Útskýra hvernig öndunarþröskuldur og mjólkursýruþröskuldur gefa vísbendingar um líkamsástand.
Útskýra hvernig líkaminn losar sig um umfram hita við hreyfingu.
Útskýra mismunandi framsetningar á þrektölum.
Lýsa áhrifum þjálfunar á starfsemi hjartans.
Gæta þarf að námsmatið meti þá þekkingu, leikni og hæfni sem skilgreind er í öllum viðmiðum áfangans. Lágmarkseinkunn er 7.