Í áfanganum er leitast við að nemendur öðlist færni í að skipuleggja leiðangra á eigin vegum með áherslu á ferðir í óbyggðum af eigin afli. Þekki til helstu þátta er kemur að undirbúningi leiðangra, þ.m.t. uppsetningu á þjálfunaráætlun er varðar líkamlegan og andlegan undirbúning sem og helstu þáttum er kemur að skipulagi þeirra. Gert er ráð fyrir að þau þekki til sérhæfðs búnaðar fyrir leiðangra og að nemendur geti greint helstu áhættuþætti og beitt áhættustjórnun.
HÆFN3HF04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eigin styrkleikum og takmörkunum
grunnþáttum varðandi skipulag og aðföng í leiðöngrum fjarri mannabyggðum
sérhæfðum og nauðsynlegum búnaði fyrir leiðangra
mikilvægi forystu og stjórnunar í leiðöngrum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina helstu þætti við skipulag leiðangra
greina helstu hættur sem geta skapast í leiðöngrum
skipuleggja andlegan og líkamlegan undirbúning fyrir leiðangra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja og útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir leiðangra
geta gert áætlanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
leggja mat á mögulegar hættur og stýra áhættuþáttum
skipuleggja ferð án ummerkja ferðast án ummerkja (e. leave no trace) í óbyggðum
Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.