Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1638373392.6

    AIMG Jöklaleiðsögn 2
    AIMJ4FR05
    1
    AIMG jöklanámskeið
    AIMG, skriðjöklar, sprungubjörgun
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Hæfnimat í jöklaleiðsögn 2 er kennsla og mat sem fer fram á skriðjökli. Metin eru helstu almennu atriði í skriðjöklaleiðsögn sem og viðbrögð við slysum. Farið er yfir leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópastjórnun. Að auki er kennd leiðsögutækni í flóknu landslagi ásamt tæknilegri fjallabjörgun á skriðjökli. Matshluti áfangans snýr að því sem kennt var á AIMJ2GR03 og skal nemandi hafa gott vald á öllum atriðum þess áfanga. Kennsluhluti áfangans snýr að leiðsögn í krefjandi jöklalandslagi og ísklifri þar sem viðskiptavin er slakað niður. Að færnimati loknu öðlast sá sem stenst lágmarkseinkunn réttindi til þess að starfa undir merkjum AIMG á skriðjökli sem AIMG Aðstoðarjöklaleiðsögumaður undir óbeinni leiðsögn AIMG Jöklaleiðsögumanns. Nemendur sem standast kröfur AIMG og fá staðfestingu á því ljúka áfanganum með fullnægjandi árangri.
    VINS3JÖ10, FYHJ3ÓB05, sjá einnig forkröfur AIMG
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samskiptum við gesti og stjórnun þeirra í skriðjöklaferðum
    • eðli og hreyfingu jökla og leiðavali á þeim
    • stærri björgunaraðgerðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja viðeigandi leið fyrir hóp viðskiptavina
    • beita viðeigandi leiðsagnaraðferðum í krefjandi landslagi
    • veita viðskiptavinum viðeigandi leiðbeiningar
    • ferðast örugglega á broddum í krefjandi jöklalandslagi
    • klifra bratta veggi á jökli
    • slaka klifrara niður til klifurs og tryggja ofan frá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðsegja hóp á skriðjökli í fjölbreyttu jöklalandslagi af öryggi
    • kenna viðskiptavinum einföld tæknileg atriði
    • veita viðeigandi upplýsingar og fræðslu til gesta
    • framkvæma sprungubjörgun af öryggi
    • stjórna hóp af öryggi
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.