Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1638374104.65

    Fjallaskíði - framhald
    SKÍÐ2FR02
    2
    Fjallaskíði
    leiðarval, rennsli utan brauta, uppgöngutækni
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Námið er vettvangsnám og framhaldsáfangi í fjallaskíðum. Megináherslan er á fjallaskíði og snjóbretti (e. splitboard). Farið er yfir fjallaskíðatækni, bæði þegar kemur að uppgöngu og niðurferð. Lögð áhersla á mikilvægi skíðatækni utan brautar og notkun öryggisbúnaðar. Nemandi þjálfast í að undirbúa og takast á við aðstæður að vetrarlagi og meta öryggi út frá snjóalögum og veðurskilyrðum til að lágmarka áhættu. Áhersla er lögð á notkun snjóflóðabúnaðar og mikilvægi hans.
    HÆFN3HF04, SNJÓ3FR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi fjallaskíðabúnaði
    • fjallaskíðatækni við uppgöngu og leiðavali m.t.t. snjóflóðahættu
    • snjóflóðaaðstæðum og mikilvægi þess að forðast eða takmarka tíma í áhættuumhverfi
    • mikilvægi hópastjórnunar í snæviþöktu umhverfi
    • veður- og snjóflóðaspám
    • snjó, snjóalögum og snjóflóðahættu
    • félagabjörgun og mikilvægi skilvirkni þegar kemur að henni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta aðstæður og velja leiðir með tilliti til þeirra
    • bregðast við snjóflóðum og framkvæma félagabjörgun
    • velja fjallaskíðaferðir við hæfi
    • ferðast um í snæviþöktu umhverfi með tilliti til landslags og haga leiðavali eftir því
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja fjallaskíðaverkefni við hæfi
    • forðast snjóflóð og takmarka tíma í áhættuumhverfi
    • lesa veður og snjóflóðaspár og taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum úr þeim
    • meta stöðugleika snjóalaga í raunaðstæðum
    • ferðast örugglega í hóp á fjallskíðum
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.