Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1638374401.08

    Vinnustaðanám í fjallamennsku
    VINS3JÖ10
    30
    vinnustaðanám
    broddatækni, hópstjórnun, leiðaval, leiðsögn, skriðjöklar, áhættustýring
    Samþykkt af skóla
    3
    10
    Áfanginn er starfsnám þar sem nemendur vinna að því að uppfylla forkröfur fyrir AIMG jöklaleiðsögn 2. Nemendur öðlast skilning og þekkingu á eigin vinnustað sem og verkferlum innan hans. Nemendur greina og meta starf sitt sem jöklaleiðsögumenn, hvað gengur vel og hvað mætti betur fara. Nemendur eiga að vera færir um að miðla fróðleik til gesta sinna á skemmtilegan máta. Einnig eiga þeir að þekkja til mismunandi aðferða til hópastjórnunar.
    HÆFN3HF04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim kröfum sem gerðar eru til leiðsögumanna miðað við jöklaleiðsögumenntun AIMG
    • hópastjórnun á skriðjökli
    • vinnustað sínum í heild
    • þeim björgunarbúnaði sem er til staðar á vinnustaðnum og viðeigandi verkferlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leiðsegja og stýra hópum á skriðjökli
    • taka ákvarðanir með öryggi viðskiptavina að leiðarljósi
    • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðsegja hópum á skriðjöklum að sumarlagi með öryggi að leiðarljósi undir eftirliti AIMG Jöklaleiðsögumanns
    • miðla fróðleik um náttúru og staðhætti til gesta
    • meta aðstæður við og á skriðjöklum og velja verkefni við hæfi hóps
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.