Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1638803629.51

    Bókmenntir, mál- og menningarsaga
    ÍSLE2BG05
    70
    íslenska
    bókmenntir, goðafræði, málsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga kynnast nemendur norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til forna. Þá er einnig fjallað um sögu tungumálsins, uppruna þess og þróun ásamt umfjöllun um nútímabókmenntir. Nemendur fá þjálfun í munnlegri tjáningu og ritun með skapandi og fjölbreyttum verkefnum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í ritgerðasmíð og notkun heimilda um sérhæfð efni, einkum bókmenntir. Lesin verður kjörbók að eigin vali.
    Að nemandi hafi lokið áfanganum ÍSLE2RB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu íslenskrar tungu frá upphafi til okkar daga, einkennum hennar og tengslum við önnur tungumál
    • fornum hugmyndaheimi norrænna manna, norrænum goðum og sögum af þeim
    • meginatriðum íslenskrar málstefnu, orðasmíð og merkingu orða og orðasambanda
    • helstu greinum nútímabókmennta og hugtökum þeim tengdum
    • mikilvægi vandaðra vinnubragða við úrvinnslu heimilda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ólík bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
    • nota bókmenntafræðileg hugtök við greiningu og túlkun
    • nota fræðibækur og -greinar við gerð heimildaritgerða og verkefna
    • vitna í heimildir, vísa til þeirra og skrá á viðeigandi hátt
    • tjá skoðanir sínar á námsefninu með skipulögðum og rökstuddum hætti, bæði í ræðu og riti
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og túlka bókmenntatexta með hugtökum bókmenntafræði
    • færa rök fyrir skoðunum sínum jafnt munnlega sem skriflega
    • skrifa vandaðan texta á góðu og blæbrigðaríku máli
    • leggja mat á gildi heimilda og vinna úr þeim með skipulögðum hætti
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar eru fjölbreytt og skapandi verkefni úr ólíkum efnisþáttum, bæði munnleg og skrifleg.