Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1639647726.1

    Næringarfræði fyrir einka- og styrktarþjálfara
    NÆRI2NH05
    17
    næringarfræði
    mataræði og heilsa, næring
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga verður farið í næringu almennings og íþróttafólks. Áhersla er lögð á hagnýta þekkingu fyrir einka- og styrktarþjálfara s.s. orkuþörf, þyngdarstjórnun, átröskun, fæðubótarefni og árangursaukandi efni, orkuinnihaldi og næringargildi mataræðis auk mikilvægi þess að neyta næringarríkrar fæðu. Farið verður yfir tískustrauma í mataræði og hvernig mataræðið tengist lífsstílstengdum sjúkdómum.
    Inngangur að næringarfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Ráðleggingum um mataræði fyrir íþróttafólk.
    • Matvælalöggjöf á Íslandi og reglur um merkingar matvæla og forsendur sem þurfa að liggja að baki fullyrðingum á umbúðum.
    • Helstu einkennum íslensks mataræðis og matarmenningar og hvaða næringartengdu atriði þarf að huga að.
    • Helstu fæðubótarefnum á markaðnum í dag.
    • Helstu tískustraumum í mataræði.
    • Mismunandi orkuþörf fólks og skilning á andlegum og líkamlegum þáttum sem hafa áhrif á matarhegðun s.s. átröskun og lífsstílstengdum sjúkdómum.
    • Mögulegum hindrunum sem fólk í yfirþyngd er að glíma við í tengslum við mataræði og hugsanlegum lausnum við þeim hindrunum.
    • Fæðuofnæmi og fæðuóþoli.
    • Fyrirbyggjandi ráðleggingum um mataræði fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, sykursýki og beinþynningu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Reikna út orkuþörf og hlutföll orkuefnanna.
    • Lesa og skilja innhaldslýsingar matvæla og miðla upplýsingum til skjólstæðinga.
    • Reikna grunnorkuþörf, heildarorkuþörf, próteinþörf og líkamsþyngdarstuðul.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tengja þekkingu sína á líkamsstarfseminni og þörfum líkamans á næringu við líðan og árangur í daglegu lífi, starfi, skóla og íþróttum.
    • Geta rökstutt eigin ráðleggingar varðandi mataræði til skjólstæðinga sinna m.t.t. þarfa og markmiða skjólstæðingsins.
    • Útskýra hvað má betur fara varðandi næringu skjólstæðinga út frá útreikningum á orkuþörf og samsetningu fæðunnar.
    • Að taka þátt í gagnrýnum umræðum um tískustrauma og markaðssetningu, kosti og ókosti einstakrar fæðu, fæðubótarefna og árangursaukandi efna.
    • Afla sér vísindalegra heimilda um árangursaukandi efni og skoða hvaða efni mæta kröfum um gæði og virkni.
    Gæta þarf að námsmatið meti þá þekkingu, leikni og hæfni sem skilgreind er í öllum viðmiðum áfangans. Lágmarkseinkunn er 7.