Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1641550315.85

    Ástarsagan, glæpir og fantasían
    ENSK3ÁG05
    89
    enska
    glæpir og fantasían, Ástarsagan
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áhersla verður lögð á ástarsögur og fantasíur, ásamt annarra bókmenntaverka sem fylgja fastri uppskrift. Nemendur setja á sig mismunandi hatta í þessum áfanga. Þeir setja sig í spor höfunda, lesenda, gagnrýnanda, rannsakanda og útgefanda. Nemendur kafa dýpra í mismunandi bókmenntaform, skoða þau frá ýmsum hliðum. Hvað er það sem viðheldur þessum vinsældum á þessum tegundum bókmennta?
    ENSK2TM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
    • hefðum sem eiga við um talað mál t.d. mismunandi málsnið
    • rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
    • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
    • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og skáldskap
    • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • tjá skýrt, lipurlega og blaðalaust fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem eiga við í textasmíð
    • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
    Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.