Lífsnám með áherslu á kynlíf, kynhneigðir, kynheilbrigði og samskipti.
LÍFS1LA01(AA)
113
lífsleikni
Kynheilbrigði, kynhneigðir, kynlíf
Samþykkt af skóla
1
1
A
Fjallað verður um kynlíf, kynhneigðir og kynheilbrigði með áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fólks. Jafnframt verður fjallað um kynferðislegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi. Áhersla verður lögð á að efla sjálfsvirðingu nemenda og mikilvægi ábyrgrar ákvarðanatöku.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Virðingu í samskiptum
Eigin mörk og virða mörk annarra
Hugtakinu kynhneigð
Mikilvægi kynheilbrigðis
Ábyrgri kynhegðun
Algengum kynsjúkdómum og getnaðarvörnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Eiga viðeigandi samskipti sem einkennast af virðingu
Leita sér upplýsinga varðandi viðfangsefnið s.s. kynfræðslu, kynheilbrigði, kynvitund, kynhegðun
Íhuga og kanna eigið viðhorf til kynlífs
Tjá skoðanir sínar um viðfangsefnið
Meta hvenær er um kynferðislega, andlega og fjárhagslega misnotkun er að ræða
Koma auga á eigin fordóma og annarra
Þekkja eigin líkama og mörk
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka ábyrgð á eigin samskiptum í raun- og netheimum
Taka ábyrgð á eigin hegðun í raun- og netheimum
Geta valið og hafnað í athöfunum og samskiptum
Taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði sitt
Spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
Auka sjálfstæði sitt og trú á sjálfum sér
Leiðsagnarmat; verkefnaskil og virkni. Sjálfsmat og jafningjamat.