Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1642418048.4

    Lífsnám með áherslu á kynlíf, kynhneigðir, kynheilbrigði og samskipti.
    LÍFS1LA01(AA)
    113
    lífsleikni
    Kynheilbrigði, kynhneigðir, kynlíf
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    A
    Fjallað verður um kynlíf, kynhneigðir og kynheilbrigði með áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fólks. Jafnframt verður fjallað um kynferðislegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi. Áhersla verður lögð á að efla sjálfsvirðingu nemenda og mikilvægi ábyrgrar ákvarðanatöku.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Virðingu í samskiptum
    • Eigin mörk og virða mörk annarra
    • Hugtakinu kynhneigð
    • Mikilvægi kynheilbrigðis
    • Ábyrgri kynhegðun
    • Algengum kynsjúkdómum og getnaðarvörnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Eiga viðeigandi samskipti sem einkennast af virðingu
    • Leita sér upplýsinga varðandi viðfangsefnið s.s. kynfræðslu, kynheilbrigði, kynvitund, kynhegðun
    • Íhuga og kanna eigið viðhorf til kynlífs
    • Tjá skoðanir sínar um viðfangsefnið
    • Meta hvenær er um kynferðislega, andlega og fjárhagslega misnotkun er að ræða
    • Koma auga á eigin fordóma og annarra
    • Þekkja eigin líkama og mörk
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka ábyrgð á eigin samskiptum í raun- og netheimum
    • Taka ábyrgð á eigin hegðun í raun- og netheimum
    • Geta valið og hafnað í athöfunum og samskiptum
    • Taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði sitt
    • Spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • Auka sjálfstæði sitt og trú á sjálfum sér
    Leiðsagnarmat; verkefnaskil og virkni. Sjálfsmat og jafningjamat.