Lífsnám með áherslu á sjálfbærni og sjálfbæra þróun í tengslum við Heimsmarkmið SÞ.
LÍFS1LC01(C)
115
lífsleikni
Sjálfbærni í alþjóðlegu samhengi og út frá nærumhverfi
Samþykkt af skóla
1
1
C
Í þessum áfanga er gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum sjálfbærni og sjálfbærri þróun í tengslum við Heimsmarkmið SÞ. Áhersla er lögð á markmið um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, sjálfbæra orku, sjálfbærar borgir og samfélög, ábyrga neyslu og framleiðslu ásamt aðgerðum í loftslagsmálum. Fjallað er um sjálfbærni í alþjóðlegu samhengi og út frá nærumhverfi. Fjallað um sjálfbæra neyslu einstaklinga og sjálfbæra framleiðslu fyrirtækja.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem fjalla um sjálfbæra þróun og sjálfbærni
Hugtökunum sjálfbærrar þróunar og sjálfbærni og hvað þau merkja í alþjóðlegu samhengi og fyrir nærsamfélag
Hvað sjálfbær nýting auðlinda merkir
Skilja samhengi nýtingar auðlinda og áhrifa hennar á lífríki og landslag og þáttar mannsins í þróun umhverfisins
Aðgerðum fyrirtækja og stofnanna til að efla sjálfbærni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Fjalla um álitamál sem varða sjálfbærni í víðum skilningi
Tengja saman siðferðisvitund og vitund um orsakir og afleiðingar af gerðum mannsins sem tengjast sjálfbærni
Tengja saman ólíkar fræðigreinar hvað varðar sjálfbærni samfélaga
Öflun frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt um sjálfbærni og sjálfbæra þróun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Tengja undirstöðuþekkingu á sjálfbærni við daglegt líf
Taka ábyrgð á eigin lífi með hliðsjón af sjálfbærni samfélaga
Geta greint nauðsynlegar upplýsingar um sjálfbærni og sjálfbæra þróun og geta hagnýtt sér og miðlað þeim upplýsingum á skapandi hátt
Leiðsagnarmat; verkefnaskil og virkni. Sjálfsmat og jafningjamat.