Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1642513241.75

    Lífsnám með áherslu á fjámál, peninga og hlutverk þeirra í daglegu lífi.
    LÍFS1LD01(D)
    117
    lífsleikni
    Eigin fjármál, laun, lántaka, sparnaður
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    D
    Í áfanganum er stefnt að því að gera nemendur meðvitaða um fjármál, peninga og hlutverk þeirra í daglegu lífi. Farið er í laun og frádrátt og hvert hann fer, eigin fjármál og rekstur bíls, sparnað, lántöku og fleira sem snertir fjárhagslegar skuldbindingar sem nemendur þurfa að takast á hendur. Einnig verður farið í mikilvægi þess í að halda utan um tekjur og gjöld. Markmið áfangans er að leggja grunn að því að gera nemendur sjálfbjarga í raunverulegum aðstæðum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Einföldum fjármálum daglegs lífs
    • Lestri launaseðla, tilgangi skatta og annars frádráttar
    • Þáttum sem tengjast verslun á netinu innanlands og erlendis
    • Mismunandi leiðum í sparnaði og lántöku
    • Mikilvægi þess að vera vakandi yfir réttindum sínum og skyldum á vinnumarkaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Reikna gróflega útborgun launa eftir skatt
    • Gera sér grein fyrir daglegum kostnaði fyrir einstakling
    • Leita sér upplýsinga sem aðstoðar hann við eigin fjármálastjórnun og réttindamál
    • Leita sér upplýsinga varðandi leiðir í sparnaði og lántöku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nýta sér upplýsingar til að geta haldið utan um eigin tekjur og útgjöld
    • Geta staðið vörð um réttindi sín og tekið ábyrgð á skyldum sínum á vinnumarkaði
    • Vinna sjálfstætt og með öðrum að greiningu og framsetningu upplýsinga með skýrum hætti
    Leiðsagnarmat; verkefnaskil og virkni. Sjálfsmat og jafningjamat.