Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1642516874.81

    Lífsnám með áherslu á mannréttindi og jafnrétti í nútímasamfélagi.
    LÍFS1LE01(E)
    118
    lífsleikni
    Mannréttindi, búseta, forréttindi, jafnrétti, kyn, ólík menning
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    E
    Í áfanganum er lögð áhersla á að gera nemendur meðvitaða um mannréttindi og jafnrétti í nútímasamfélagi. Fjallað verður um ólík samfélög og menningu í þessu samhengi. Greint hvernig þættir eins og búseta, fötlun, kyn og kynhneigð geti skapað mismun eða forréttindi í lífi fólks.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Almennri stöðu kynjanna
    • Grundvallaratriðum varðandi kynjahlutverk
    • Ólíkum menningarheimum og mismunandi trúarbrögðum
    • Hvernig þættir eins og búseta, fötlun, kyn og kynhneigð geti skapað mismun eða forréttindi í lífi fólks
    • Eigin fordómum og staðalímyndum og fordómum í samfélaginu
    • Almennum mannréttindum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vera meðvitaður um staðlaðar hugmyndir um fólk og menningu, bæði eigin og annarra
    • Rækta með sér samkennd og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
    • Sett sig í spor þeirra sem verða fyrir mismunun og áttað sig á forréttindum einstaklinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Efla samkennd með fólki sem er ólíkt honum sjálfum s.s. flóttamenn, innflytjendur og fólk sem hefur almennt ólíkar skoðanir
    • Taka á fordómum í samfélaginu og leitast við að fylgja málstað jafnra tækifæra og réttlætis
    • Virða jafnrétti í samskiptum og vera meðvitaður og gagnrýninn á áhrif fyrirmynda og staðalímynda á eigin ímynd og lífsstíl
    • Vinna sjálfstætt og með öðrum að greiningu og framsetningu upplýsinga með skýrum hætti
    Leiðsagnarmat; verkefnaskil og virkni. Sjálfsmat og jafningjamat.