Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1642601587.49

  Íþróttir, þrekæfingar, sund og sundleikir
  ÍÞRÓ1SU05
  66
  íþróttir
  Sund
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn er eingöngu verklegur og fer kennslan fram í íþróttasal, þreksal og sundlaug. Lögð er áhersla á líkamsrækt í tækjasal og hópíþróttir og leiki, bæði í íþróttasal og sundlaug. Unnið verður með styrk, úthald, heilsueflingu og hópeflisleiki. Að auki mun vera unnið markvisst með slökun og núvitund. Áhersla er lögð á að kenna nemendum mikilvægi hreinlætis auk sturtuþjálfunar
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Ýmsum hópleikjum og reglum þeirra
  • Margskonar æfingum í stöðvaþjálfun
  • Mikilvægi samvinnu
  • Að sinna eigin hreinlæti
  • Leikjum og slökun í sundi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Taka þátt í ýmsum hópleikjum
  • Fara eftir reglum
  • Vinna með öðrum
  • Taka þátt í stöðvaþjálfun
  • Sinna persónulegu hreinlæti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Geta unnið með öðrum og verið hluti af hóp eða liði
  • Fara eftir ákveðnum fyrirmælum og reglum
  • Efla eigin heilsu
  • Vera ábyrgur fyrir persónlegu hreinlæti sínu
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá