Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1642603901.63

    Útivist, göngur og hlaðvarp
    LÝÐH1ÚH05
    44
    lýðheilsa
    göngur og hlaðvarp, Útivist
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Áhersla er lögð á að efla færni í útivist og líkamlegt hreysti. Kynntar verða forvarnir sem tengjast hreyfingu, streitu, slökun, núvitund. Unnið er með samskipti, virðingu og samvinnu. Unnið verður með gerð hlaðvarpsþátta þar sem nemendur læra að taka upp eigin þátt eftir sínu áhugasviði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að hægt sé að nota útivist sem líkamsþjálfun
    • að hægt sé að bæta þol og úthald með göngum og útivist
    • uppbyggingu þáttagerðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útbúa sig í stuttar útivistarferðir
    • ganga úti í náttúrunni
    • efla líkamlega, andlega og félagslega heilsu
    • umgangast aðra með góðum samskiptum
    • vinna hlaðvarpsþátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ganga úti í náttúrinni sér til skemmtundar og heilsubótar
    • geta gengið í gönguhópi og fylgt farastjórn
    • efla heilsu sína
    • miðla þekkingu í gegnum þáttargerð