Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643015710.96

    Leiklist - spuni og grunnvinna
    LEIK2FL05
    18
    leiklist
    Framhaldsáfangi í leiklist
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum þjálfast nemendur í undirstöðuatriðum leiklistar svo sem persónusköpun, spuna og látbragðsleik. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á fjölþættu eðli leiklistarinnar og hvernig hún tengist öðrum listgreinum. Kynnt eru hugtök og orðaforði sem tengist greininni. Nemendur eru þjálfaðir í ýmsum spunaaðferðum sem nýtast í leiklist. Unnið verður með sagnaaðferðir, einnig tekist á við textavinnu og verkfærakista leikarans stækkuð. Unnið er með uppbyggingu karakters og grunnur að leiklistarsögu kynntur. Leikgleði og líkamleg meðvitund efst á baugi. Hópvinna, paravinna og einstaklingsvinna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnvinnu við persónusköpun
    • þekki vinnubrögð við úrvinnslu leiktexta
    • grunnhugtökum í leiklist
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reyna á sig við úrlausnir verkefna í hópavinnu
    • skrifa dagbók fyrir bekkinn sinn
    • tjá sig skýrt og geta gert grein fyrir aðferðum og útkomu verkefna
    • taka virkan þátt í spuna
    • lesa margskonar gerðir af leiktextum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fá tilfinningu fyrir líkama sínum og rödd sem verkfæri í leiklist
    • öðlast öryggi og sjálfstraust á leiksviði
    • vinna með leiktexta
    • ræða um persónusköpun
    • vinna spunaverkefni og þróa áfram
    • ræða og vinna með grunnhugtök í leiklist
    • vinna verkefni í hópavinnu
    • öðlast skilning á rými og líkamsvitund
    Námsmat er útfrært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá