Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643016983.95

  Stærðfræði
  STÆR1RJ05
  129
  stærðfræði
  Talnareikningur, jöfnur og rúmfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum verður farið í: reiknireglur, veldareikning, liðastærðir, þáttun, algebrubrot, jöfnur, hlutföll og prósentur, beina línu í hnitakerfi og mengi
  Hæfnieinkunn C úr grunnskóla eða STÆR1SF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tölum og talnareikningi
  • forgangsröð aðgerða
  • algengustu stærðfræðitáknum og heiltöluveldum
  • notkun tákna í stað talna
  • undirstöðuatriðum algebru, s.s. liðun/þáttun og vinnu með einföld algebrubrot
  • lausnum fyrsta stigs jafna
  • prósentu- og hlutfallsreikningi
  • æfingum með beina línu í hnitakerfi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna á nákvæman og skipulagðan hátt með tölur og táknmál stærðfræðinnar
  • vinna með forgangsröðun aðgerða bæði í talnareikingi og algebru
  • beita undirstöðuatriðum algebru til að liða, þátta og vinna með einföld algebrubrot
  • leysa fyrsta stigs jöfnur
  • vinna með hlutföll og leysa einföld prósentudæmi
  • vinna með beina línu í hnitakerfi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna á nákvæman og skipulagðan hátt með tölur og táknmál stærðfræðinnar
  • vinna með forgangsröðun aðgerða bæði í talnareikningi og algebru
  • beita undirstöðuatriðum algebru til að liða, þátta og vinna með einföld algebrubrot
  • leysa fyrsta stigs jöfnur
  • vinna með hlutföll
  • leysa einföld prósentudæmi
  • vinna með beina línu í hnitakerfi
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.