Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643102587.27

    Íslenska sem annað mál 1
    ÍSAN1AA04
    28
    íslenska sem annað mál
    A0-A1 í evrópska tungumálaramma
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Byrjunaráfangi í íslensku fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Áfanginn samsvarar A0-A1 í evrópska tungumálarammanum. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur kunni einhverja íslensku áður en þeir hefja nám í áfanganum. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði íslensku og byggi upp orðafroða sem tengist daglegu lífi þeirra og athöfnum
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnorðaforða og málnotkun sem tengjast daglegu lífi
    • helstu framburðarreglum og ritunarreglum í íslensku
    • samskiptavenjur og siði í íslensku samfélagi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig í einföldum setningum og þekkja algeng orð sem tengjast daglegum athöfnum, fjölskyldu og nánasta umhverfi
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • lesa einfalda texta um málefni sem tengjast daglegu lífi
    • fylgja einföldum fyrirmælum og fara eftir eðlilegum samskiptavenjum
    • taka þátt í einföldum samræðum
    • geta skrifað stutta, einfalda texta, s.s. fylla út eyðublöð og skrifa skilaboð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á einfaldri íslensku um daglegt líf, munnlega og skriflega
    • fara eftir einföldum fyrirmælum, munnlegum og skriflegum
    • þekkja venjulegar íslenskar samskiptavenjur og geta farið eftir þeim
    Námsmat er útfært í námsáætlun skv. skólanámskrá.