Áfanginn er ætluðum nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa dvalið á Íslandi í 2-3 ár. Áfanginn samsvarar A2 í evrópska tungumálarammanum. Í áfanganum er lögð áhersla á lestur stuttra texta og samskipti um ýmis kunnugleg málefni. Málnotkun um ýmis málefni sem eru á döfinni og í fréttum; lýsingar og fyrirmæli.
ÍSAN1AB04 eða a.m.k. tvö ár í íslenskum grunnskóla
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða og málnotkun um ýmis málefni sem eru á döfinni og í fréttum
lestur stuttra texta, t.a.m. fyrirmæla eða blaðagreina
lýsingar og umfjöllun um málefni sem eru á döfinni ogí fréttum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja stutta texta, t.d. fyrirmæli og blaðagreinar
nota orðaforða um ýmis málefni sem eru á döfinni og eru nemendum kunnugleg
geta sagt frá því sem þeir eru að gera og hafa gert í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig um ýmis málefni sem eru á döfinni og eru þeim kunnugleg
sagt frá og skilið þegar aðrir segja frá eigin atöfnum
getað lesið og skilið stutta texta, t.d. stuttar blaðagreinar og einfaldar sögur