Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643190147.63

    Íslenska sem annað mál 4
    ÍSAN2BA04
    14
    íslenska sem annað mál
    B1 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Áfanginn er ætluðum nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa dvalið á Íslandi 4 ár eða meira og þurfa frekari undirbúning í íslensku til að stunda nám í framhaldsskóla. Áfanginn samsvarar B1 í evrópska tungumálarammanum. Í áfangum er lögð áhersla á að þjálfa nemendum í að tjá sig um nám sitt og umhverfim og málnotkun í ræðu og riti á eðlilegri íslensku.
    ÍSAN1AC04 eða a.m.k. 4 ár í íslenskum grunnskóla
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hagnýtum orðaforða fyrir nám í íslenskum framhaldsskóla
    • ýmsum málfræðihugtökum og reglum
    • eðlilegri málnotkun
    • skilningi á algengum orðasamböndum og stuttum textum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig í ræðu og riti um ýmis málefni sem tengjast námi í framhaldsskóla
    • taka þátt í samræðum og getað fært rök fyrir eigin afstöðu
    • skilja upplýsingar og geta aflað sér þeirra eftir aðstæðum
    • geta endursagt með eigin orðum inntak stuttra greina eða þátta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa og skilja leiðbeiningar um nám í framhaldsskóla
    • beita mismunandi málfræðireglum eftir því sem við á hverju sinni
    • nota íslenskt mál á sem eðlilegastan hátt
    • skilja og geta notað algeng orðasambönd
    • geta lesið og greint meðalþunga texta um málefni sem þeir kunna skil á
    Námsmat er útfært í námsáætlun skv. skólanámskrá