Áfanginn er ætluðum nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku og tala og skilja íslensku sæmileg en þurfa frekari undirbúning í íslensku til að stunda nám í framhaldsskóla. Áfanginn samsvarar B1-B2 í evrópska tungumálarammanum. Í áfangum er lögð áhersla á að halda áfram að undirbúa nemendur í að tileinka sér eðlilega íslenska málnoktun og byggja upp flóknari orðaforða, í að tjá sig um nám sitt og umhverfi. Lengri greinar og valdar bókmenntir Nemendur bæta við þekkingu á undirstöðuatriðum í málfræði og ritun. Aukin áhersla er lögð á að bæta orðaforð,a markviss þjálfun í tjáningu, munnlegri og skriflegri.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
íslensku ritmáli og reglum þar að lútandi
eðlilegri málnotkun og íslensku málkerfi
íslensku fjölmiðlaefni og dægurmenningu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
geta fundið lykilupplýsingar í texta gert grein fyrir þeim
skilja inntak fjölmiðlaumfjallana og geta brugðist við þeim
geta byggt upp umfjöllun sína um valin efni á venjubundinn hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa sér til gagns og ánægju auðlesna texta af ýmsum gerðum sem innihalda algengan orðaforða
skilja megininntak í aðgengilegum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla til að bregðast við og fjallað um efni þeirra