Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643191119.38

  Íslenska sem annað mál 7
  ÍSAN3CA04
  6
  íslenska sem annað mál
  C1 í evrópska tungumálarammanum
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku og tala íslensku nokkuð vel en þurfa að læra íslensku sem tungumál fremur en sem móðurmál. Áfanginn er á þrepi C1 í evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að byggja upp fræðilegan orðaforða og vinna með fræðilegar heimildir auk bókmenntalesturs
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lestri fræðilega texta og fræðilegs orðaforða
  • uppbyggingu ritgerða og heimildanotkun
  • túlkun og greiningu bókmenntatexta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja og beita orðaforða sem tengist ákveðnum fræðisviðum
  • vinna með heimildir og byggja upp ritgerðir
  • greina og túlka bókmenntatexta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa fræðilegar ritgerðir með því að beita viðurkenndum aðferðum
  • fjallað um ritverk og annað efni á gagnrýninn hátt
  • nýtt sér orðaforða tengdan námsefninu í ræðu og riti
  Námsmat er útfært í námsáætlun skv. skólanámskrá