Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643194544.73

    Íþróttafræði 1
    ÍÞRF2ÞÞ05
    22
    íþróttafræði
    þjálfari - almennur hluti, þjálfun barna
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk og framkomu þjálfara í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Íþróttaskólar og hreyfistundir með ungum börnum verða tekinn sérstaklega fyrir. Töluverð áhersla er lögð á hreyfiþroska og sálrænan þroska barna. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undirstöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og þjálfun. Farið verður yfir upphitun bæði almenna og sérhæfða Einnig er lögð áhersla á að nemendur læri um uppbyggingu frjálsra félagasamtaka, sérstaklega íþróttafélaga. Nemendur læra um mikilvægi stefnumótunar og skrásetningar markmiða í félagsstarfi, um uppbyggingu félaga og kynnist skipulagi og helstu skipuritum sem starfað er eftir. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverki þjálfara í íþróttum
    • að skipuleggja þjálfun og markmið hennar
    • helstu þroskaþáttum barna
    • tilgang upphitunar
    • uppbyggingu frjálsra félagasamtaka
    • starfsemi íþróttafélaga, sérgreina- og fjölgreinafélaga
    • mikilvægi samvinnu og hópstarfs í frjálsum félagasamtök
    • gera sér grein fyrir hlutverki sínu sem fyrirmynd
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja einstakar æfingastundir ýmsa aldurshópa
    • greina á milli þjálfunar barna og fullorðinna
    • nýta sér upplýsingatækni við skipulag þjálfunar
    • framkvæma hreyfistundir fyrir börn á mismunandi aldursstigum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta stjórnað æfinga tíma barna með þroska þeirra í huga
    • geta stjórnað upphitun fyrir alla aldurshópa
    • geta útbúið tímaseðla með ákveðin markmið í huga
    • geti skipulagt þjálfun til skemmri og lengri tíma með mismunadi markmið í huga
    • afla sér upplýsinga á ýmsum miðlum til að vinna með í uppsetningu æfingatíma
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metinn jafn óðum allan námstímann. Til gundvallar eru fjölbreytt verkefni og eða próf úr ólíkum efnisþáttum.