Í áfanganum er fjallað um næringarefnin, hlutverk þeirra,
skortseinkenni og ráðlagða dagskammta. Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um
mataræði og næringarefni eru kynntar og nemendum kennt að setja saman
matseðla og dagsfæði samkvæmt þeim. Nemendur læra að notfæra sér
næringarefnatöflur/næringarfræðiforrit og reikna út næringargildi matseðla.
Fjallað er um flokkun fæðutegunda og næringargildi þeirra, áhrif matreiðslu á næringargildi og uppbyggingu máltíða. Fjallað er um næringarþarfir
mismunandi hópa. Fjallað verður um næringu og sjúkdóma, fyrirbyggjandi og sem meðferð. Næringu fyrir íþróttafólk, fæðubótarefni notkunn þeirra
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu næringarefnin í matnum og vita hvar þau er að finna.
Ráðleggingum Lýheilsustofnunnar um næringu.
Lög og reglur um aukaefni og vörumerkingar matvæla
Innihaldslýsingar á umbúðum utan um neysluvörur.
Næringarþörfum sérstakra hópa.
Næringarfræðiforritum/næringartöflum til að reikna út næringargildi einstakra fæðutegunda og fæðisins í heild.
Mikilvægi þess að lesa úr hvaðan viðkomandi upplýsingar koma á veraldarvefnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa næringargildi einstaka matarteguna
Lesa og nýta sér upplýsingar á matarumbúðum
Nota næringarforrit
Reikna út næringargildi matvæla eftir næringartöflum
leita sér upplýsinga um hvaða fæði getur haft áhrif varðandi mismunandi sjúkdóma
Lesa sér til um hvaðan upplýsingar koma af veraldar vefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta valið sér fæðu samkvæmt ráðleggingum Lýheilsustofnunnar.
Geta reiknað út næringargildi máltíða og dagsfæðis.
Geta sett saman hollan dagsmatseðil.
Geta lesið innihaldslýsingar á umbúðum utan um neysluvörur.
Vera fær um að nota næringarfræðiforrit til að reikna út næringargildi einstakra
Vera gagnrýnin á þær upplýsingar sem koma fram á vefmiðlum
Leiðsagnamat þar sem vinna nemenda er metinn jafn óðum allan námstímann. Til grundvalla eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum