Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643275339.0

  Náttúra Íslands
  NÁTT1NÍ05
  25
  náttúrufræði
  gróðurfar, lífríki, náttúrutúlkun, náttúruvernd, sjálfbærni
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er fjallað um náttúruna í heild sinni, lífríki og tengsl fólks við náttúruna. Áhersla er lögð á gróðurfar, náttúrutúlkun og náttúrufarsupplýsingar sem gagnast leiðsögumönnum og öðrum í ferðaþjónustu. Einnig verður til umfjöllunar umhverfismál, náttúruvernd og sjálfbærni í ferðaþjónustu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vistkerfi og lífríki Íslands
  • gróður- og náttúrufari á Íslandi
  • náttúrutúlkun
  • hugmyndafræðinni að „ferðast fallega“ (e. leave no trace)
  • sjálfbærni, umhverfismálum og náttúruvernd
  • hugmyndafræði og tilgangi þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa náttúruna
  • nota náttúrutúlkun
  • miðla upplýsingum um umhverfið með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi
  • „ferðast fallega“ (e. leave no trace)
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fara fyrir hópi fólks sem leiðsögumaður með náttúrutúlkun, náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi
  • geta upplýst ferðafólk um vistkerfi og gróðurfar
  • geta fjallað um tengsl manns og náttúru og vakið með því skilning til virðingar og virðingu til verndunar
  • geta tengt fólk við náttúruna með því að virkja skynfæri þess
  • ganga vel um náttúruna og vera til fyrirmyndar í umgengni við hana
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.