Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643275399.37

  Stofnun og rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu
  REFJ1FE05
  1
  Rekstur og fjármál
  ferðaþjónusta, rekstrarumhverfi, stofnun fyrirtækis, áætlanir
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Markmið áfangans er að nemendur öðlist yfirsýn yfir stofnun og rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fjallað er um starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja, stofnun, mismunandi rekstrarform, rekstrarumhverfi, framboð og eftirspurn, tekjur og kostnaðarhugtök, verðstefnu og markaðsform m.a. Farið er yfir áætlanir og áætlanagerð s.s. rekstraráætlun og viðskiptaáætlun. Þá er fjallað um mat á fjárfestingarkostum og viðskiptatækifærum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallarhugtökum í nýsköpun og stofnun ferðaþjónustufyrirtækja
  • grundvallarhugtökum í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja
  • grundvallarhugtökum í rekstrar- og þjóðhagfræði
  • skatta- og lagaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja
  • mikilvægi áætlanagerðar í rekstri fyrirtækja og helstu tegundir áætlana
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • stofna lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu
  • greina markaðinn
  • skilja mikilvægi framboðs og eftirspurnar
  • öðlast skilning í rekstri lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á tekjur, rekstrarkostnað og afkomu fyrirtækja
  • framkvæma og skilja áætlanagerðir fyrir lítil ferðaþjónustufyrirtæki
  • meta hagkvæmustu fjárfestingakosti fyrirtækja út frá fyrirliggjandi upplýsingum
  • álykta um það hvað sé vel rekið fyrirtæki frá sjónarhóli rekstrarhagfræðinnar
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.